Aukinn hagnaður hjá easyJet

easyJet er meðal þeirra lággjaldaflugfélaga sem flýgur um Stansted-flugvöll
easyJet er meðal þeirra lággjaldaflugfélaga sem flýgur um Stansted-flugvöll mbl.is/Skapti

Breska lágfargjaldaflugfélagið easyJet, sem áformar flug til Íslands næsta sumar, jók hagnað sinn um 30% á síðasta uppgjörsári, sem lauk í september sl., þrátt fyrir hækkandi eldsneytiskostnað og truflanir vegna öskunnar frá Eyjafjallajökulsgosinu. Hagnaður félagsins fyrir skatta nam 248 milljónum punda, eða um 45 milljörðum króna.

Samkvæmt frásögn The Telegraph fjölgaði farþegum um tæp 12% og var nærri 55 milljónir farþega. Tekjur rekstrarársins námu 3,5 milljörðum punda, eða nærri 650 milljörðum króna á núvirði. Tekjur af hverju flugsæti námu 55,3 pundum.

Flugfélagið nær þetta góðum hagnaði þrátt fyrir 34 milljóna punda tekjutap vegna öskunnar frá gosinu í Eyjafjallajökli í fyrra. Eldsneytiskostnaður jókst um 100 milljónir punda og reiknar félagið með enn meiri aukningu á yfirstandandi rekstrarári, eða um 220 milljónir punda.

EasyJet ætlar ekki að auka flugframboðið fyrstu sex mánuðum yfirstandandi rekstrarárs, sökum efnahagsvanda evrusvæðisins, en áformar aukningu um 4% á seinni hluta ársins.

Þrátt fyrir góða afkomu lækkuðu hlutabréf easyJet um 2,23% á markaði í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK