Hagstæð þróun

Frá framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun.
Frá framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun. mbl.is/Gúna

Samkvæmt endurmati á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar, sem gert var árið 2008, er vænt arðsemi eiginfjár virkjunarinnar 13,4% en ekki 11,9% eins og gert var ráð fyrir í upphafi.

En mál hafa þróast á mun betri veg en forsendur fyrir arðsemisútreikningum virkjunarinnar gerðu ráð fyrir í upphafi, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Forsendur í arðsemisútreikningum Kárahnjúka gerðu ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á áli yrði að meðaltali 1.564 Bandaríkjadalir en samkvæmt fyrirliggjandi útreikningum hefur það hins vegar verið 1.962 dalir á verðlagi ársins 2002 að meðaltali á ári frá því að virkjunin var gangsett.

Forsendur arðsemisútreikninga Kárahnjúkavirkjunar gerðu ennfremur ráð fyrir að álverð myndi lækka að meðaltali um 1,20% að raunvirði á ári. Þróunin frá árinu 2002 hefur hins vegar orðið mun hagstæðari og hefur meðalraunhækkun á álverði á ári verið 3,4%.

Á síðasta áratug hefur eigið fé Landsvirkjunar aukist verulega. Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar talið í Bandaríkjadölum hefur verið að meðaltali 16% á árunum 2001 til 2010. Á tímabilinu hefur eigið fé Landsvirkjunar farið úr því að vera 371 milljón dala yfir í að vera 1,6 milljarðar dala við árslok 2010.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK