Eigandi Portsmouth handtekinn

Útibú Snoras í Riga í Lettlandi.
Útibú Snoras í Riga í Lettlandi. Reuters

Rússneski kaupsýslumaðurinn Vladimir Antonov var handtekinn í Lundúnum í dag en hann er grunaður um fjársvik í tengslum við rekstur banka í Litháen. Fjárfestingarfélag Antonovs á enska knattspyrnuliðið Portsmouth, sem Hermann Hreiðarsson leikur með.

Lögregla í Lundúnum staðfesti, að 36 ára gamall rússneskur kaupsýslumaður hefði verið handtekinn eftir að stjórnvöld í Litháen gáfu út handtökuskipun sem gildir í öllum Evrópuríkjum.

Rannsókn er hafin í Litháen á starfsemi Bankas Snoras en grunur leikur á að eignum hafi verið komið undan úr búi bankans. Antonov er fyrrum stjórnarmaður í bankanum.

Lögreglan segir að annar karlmaður, 53 ára gamall, hafi einnig verið handtekinn í tengslum við málið í Lundúnum í dag. Talið er að það sé Raimondas Baranauskas, viðskiptafélagi  Antonovs. Hann var um tíma stjórnarformaður  Snoras.

Litháíska ríkið yfirtók rekstur bankans í síðustu viku og jafnframt hófst rannsókn á ásökunum um fjársvik og peningaþvætti. Antonov á 68% af hlutabréfum bankans, sem er sá fjórði stærsti í Litháen.  

Saksóknarar segja, að þessir tveir fyrrum stjórnarmenn Snoras séu grunaðir um að hafa misfarið með eignir bankans í stórum stíl og um skjalafals.  

Antonov eignaðist Portsmouth nú í júní. Félagið segir, að handtaka Antonovs hafi ekki áhrif á daglegan rekstur þess. 

Stuðningsmenn Portsmouth fagna marki.
Stuðningsmenn Portsmouth fagna marki. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK