Jákvæð tíðindi fyrir ríkissjóð

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Golli

Greining Íslandsbanka segir að miklar líkur séu á að ríkissjóður Íslands haldist í fjárfestingarflokk hjá lánshæfismatsfyrirtækinu S&P, sem breytti í gær horfum fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs úr neikvæðum í stöðugar.

„Þetta eru klárlega jákvæð tíðindi fyrir ríkissjóð enda munu allar jákvæðar breytingar á lánshæfismati ríkissjóðs liðka fyrir því að hann geti haldið áfram skuldabréfaútgáfu erlendis þegar ástandið á erlendum mörkuðum skánar að nýju,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Fram kemur að slík skuldabréfaútgáfa sé mjög mikilvæg. Allstórir gjalddagar séu nú í desember næstkomandi og í apríl á næsta ári sem muni taka stóran hluta af þeim gjaldeyri sem hafi fengist í útboði ríkisskuldabréfa erlendis síðastliðið sumar. Auk þess skipti miklu fyrir aðra innlenda aðila sem hyggi á erlenda lánsfjármögnun að ríkissjóður sé virkur og njóti ásættanlegra kjara á þeim markaði.

Nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK