Moody's endurskoðar lánshæfi ESB

Sarkozy forseti Frakklands og aðrir leiðtogar ESB hafa allt þetta …
Sarkozy forseti Frakklands og aðrir leiðtogar ESB hafa allt þetta ár reynt að ná samkomulagi um aðgerðir til að takast á við skuldakreppuna. PHILIPPE WOJAZER

Matsfyrirtækið Moody's tilkynnti í dag að fyrirtækið ætlaði á fyrsta fjórðungi næsta árs að endurmeta lánshæfismat Evrópusambandsríkjanna. Ákvörðunin kemur í kjölfar leiðtogafundar ESB í síðustu viku þar sem mistókst að ná fullri samstöðu um aðgerðir til að taka á skuldakreppunni.

„Það hefur ekki tekist að skapa stöðugleika á skuldabréfamörkuðum þegar til skamms tíma er litið og það þýðir að enn er hætta á að evrusvæðið og Evrópusambandið verði fyrir frekari áföllum og áfram mun reyna á samheldni á evrusvæðinu,“ segir í tilkynningu frá Moody's.

Matsfyrirtækið Standard & Poor's varaði við því í síðustu viku að fyrirtækið kynni að lækka lánshæfismat evruríkja ef ekki kæmi fram trúverðug áætlun um hvernig ætti að takast á við skuldakreppuna.

Hlutabréf hækkuðu í Asíu í morgun, en sérfræðingar segja að enn sé taugaveiklun í gangi vegna ákvörðunar Breta að taka ekki þátt í samkomulagi ESB-ríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK