Fjármálakerfið hefur styrkst

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálakerfið stendur traustari fótum nú heldur en fyrr á árinu að mati Seðlabanka Íslands. Þrátt fyrir það er ástandið viðkvæmt, að því er fram kemur í nýju riti bankans, Fjármálastöðugleika.

„Efnahagsbati hófst á seinni hluta síðasta árs og hefur samkvæmt nýjustu tölum verið að sækja í sig veðrið. Honum hefur á þessu ári fylgt meiri atvinna og aukinn kaupmáttur launa. Til viðbótar hafa lægri innlendir raunvextir og endurskipulagning skulda bætt fjárhagsstöðu heimila.

Staða fyrirtækja virðist á heildina litið einnig hafa batnað, en hún er hins vegar ákaflega breytileg. Þannig hefur afkoma margra fyrirtækja í útflutningi verið góð vegna lágs raungengis krónunnar og hagstæðs afurðaverðs. Góða stöðu hafa fyrirtækin m.a. notað til að greiða niður skuldir. Fyrirtæki í öðrum greinum sem ekki hafa lokið sinni fjárhagslegu endurskipulagningu standa mörg hver ekki undir skuldsetningunni," segir í ritinu Fjármálastöðugleika sem kom út í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK