Engin breyting fyrir starfsfólk

Jólaland Blómavals en Blómaval er ein þeirra verslana sem tilheyra …
Jólaland Blómavals en Blómaval er ein þeirra verslana sem tilheyra Húsasmiðjunni. mbl.is/Golli

Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir að ekki verði neinar breytingar á högum starfsfólks Húsasmiðjunnar við yfirtöku Bygma á fyrirtækinu. Bygma mun yfirtaka alla samninga við starfsmenn hjá fyrirtækinu hinn 1. janúar.

Húsasmiðjan hefur verið seld danska byggingavörufyrirtækinu Bygma A/S í opnu söluferli, en tólf tilboð bárust í Húsasmiðjuna og  var tilboð Bygma A/S hagstæðast.

„Við hjá Húsasmiðjunni fögnum því að sterkur aðili skuli nú koma að þessu rótgróna félagi og hlökkum til að hefja nýja sókn á íslenskum byggingavörumarkaði með Bygma sem traustan bakhjarl," segir Sigurður í fréttatilkynningu.

„Starfsfólk og stjórnendur Húsasmiðjunnar hafa gengið í gegnum erfiða tíma undanfarin ár. Enginn vafi leikur á að sá góði hópur fólks sem starfar innan Húsasmiðjunnar hefur unnið þrekvirki við að hagræða í rekstrinum við krefjandi aðstæður. Húsasmiðjan hefur á sama tíma haldið hlutdeild sinni á íslenskum byggingavörumarkaði.

Hinn mikli áhugi fjárfesta á Húsasmiðjunni sem og tilboð danska kaupandans er til marks um að góður árangur hefur náðst í hagræðingu og endurskipulagningu Húsasmiðjunnar. Ljóst er að nýir eigendur hafa trú á framtíð fyrirtækisins. Af því megum við vera stolt,” segir Sigurður ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK