Lækkun á öllum mörkuðum

Allir helstu hlutabréfamarkaðir heims hafa lækkað í dag.
Allir helstu hlutabréfamarkaðir heims hafa lækkað í dag. Reuters

Evrópskar hlutabréfavísitölur hafa lækkað í morgun líkt og asískar hlutabréfavísitölur í kjölfar þess að tilkynnt var um andlát leiðtoga N-Kóreu, Kim Jong-Il.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,74%, í París hefur CAC vísitalan lækkað um 1,01% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 0,88%.

Í Seúl í Suður-Kóreu lækkaði KOSPI vísitalan um 3,43%, Nikkei í Tókýó lækkaði um 1,26% og í Sydney í Ástralíu lækkaði vísitalan um 2,38%. Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,18% og í Sjanghaí nam lækkunin 0,30%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK