Evran ekki að hverfa í ár

Christine Lagarde. framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde. framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Það er ólíklegt að evran hverfi á þessu ári. Þetta er haft eftir Christine Lagarde, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í dag á blaðamannafundi í Suður-Afríku. Lagarde varaði jafnframt við því í dag að skýrsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem kæmi í lok þessa mánaðar sýndi að hagvöxtur á heimsvísu væri undir þeim 4% sem spáð var í september.

„Mun evran líða undir lok árið 2012? Mitt svar er, ég held ekki,“ sagði Lagarde. „Það er ólíklegt að sjálfur gjaldmiðillinn gufi upp eða hverfi árið 2012.“

Lagarde varaði við því að evrópska skuldakreppan gæti haft áhrif á bæði Afríku og önnur lönd heimsins. Lönd Afríku væru mikilvægur hlekkur í efnahag heimsins og ef ekki yrði leyst úr vanda Evrópulandanna gæti það haft neikvæð áhrif á þau.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK