ESB með drög að samkomulagi

Við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Ljósmynd/JPlogan

Evrópusambandsríkin samþykktu í dag drög að samkomulagi til að vinna gegn evruvandanum, sem felur í sér að komið verði sterkari böndum á fjárhagsstjórn ríkjanna og ríkin nái jöfnuði í fjármál sín.  

Einn samninganefndarmanna staðfesti í dag að komin væru drög að samkomulagi sem 26 ESB ríkjanna hefðu í desember heitið að styðja. Bretar hafa ekki viljað styðja samkomulagið.

Hafist verður handa við að útbúa drög að nýjum formlegum samningi sem fjármálaráðherrar ríkjanna fá afhent til yfirlestrar þegar þeir funda í Brussel þann 24. janúar næstkomandi.

Þó standa enn nokkrir lausir endar út af á lagahliðinni, sem eftir er að ganga frá, að sögn heimildarmanns AFP-fréttastofunnar.

Eftir stendur ágreiningur um hlutverk framkvæmdastjórnarinnar í því að sannreyna að þau ESB-ríki sem undirriti samkomulagið komi á lögum sem innihaldi hina svokölluðu „gullnu reglu“ sem ríkin leitast við að koma á, þar sem ríkin eru skikkuð til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK