Áfram efnahagssamdráttur á Spáni

Luis de Guindos, efnahagsmálaráðherra Spánar.
Luis de Guindos, efnahagsmálaráðherra Spánar. Reuters

Samdráttur spænska hagkerfisins sem hófst seint á síðasta ára mun halda áfram á þessu ári og nú er því spáð að efnahagur Spánar muni dragast saman um 1,5%. Þetta kom fram í viðtali við Luis de Guindos, efnahagsmálaráðherra Spánar, sem birt var í dagblaðinu El Pais í dag.

„Fyrsti ársfjórðungur þessa árs á eftir að reynast erfiður, jafnvel erfiðari en síðasti ársfjórðungur 2011, en þá dróst verg landsframleiðsla saman um rúmlega 0,3%. Ég held að seinni árfjórðungurinn verði einnig neikvæður,“ sagði de Guindos í viðtalinu og bætti við: „Ríkisstjórnin reiknar með því að efnahagssamdrátturinn á þessu ári verði í kringum 1,5% líkt og Seðlabanki Spánar hefur nú þegar spáð fyrir um.“

Verg landframleiðsla Spánar dróst saman um 0,3% á síðasta ársfjórðungi ársins 2011, en það var fyrsta skiptið sem efnahagur landsins dróst saman frá árslokum 2009. Spánn hefur því lent í tveimur efnahagslægðum á síðustu tveimur árum.

Í síðasta mánuði spáði Seðlabanki Spánar því að efnahagur landsins muni dragast saman um 1,5% á þessu ári. Seðlabankinn spáir því hinsvegar að lítilvægur hagvöxtur muni hefjast árið 2013, en hann mun samkvæmt spá bankans nema um 0,2%. Í mars á síðasta ári spáði seðlabankinn því að hagvöxtur á þessu ári yrði 1,5%.

Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er þó enn svartsýnni en spá spænska seðlabankans. Þannig spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því að efnahagur Spánar muni dragast saman um 1,7% á þessu ári og um 0,3% á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK