Íhugaði að segja af sér

Forstjóri Royal Bank of Scotland, Stephen Hester
Forstjóri Royal Bank of Scotland, Stephen Hester Reuters

Stephen Hester, forstjóri breska bankans Royal Bank of Scotland, viðurkennir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrirfram hversu mikil reiði myndi brjótast út vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna hans og segist hann hafa íhugað að segja af sér.

Ákvörðun stjórnar RBS um að greiða Hester 963 þúsund pund, 187,4 milljónir króna, í kaupauka, í formi hlutabréfa, fyrir síðasta ár olli mikilli reiði meðal stjórnmálamanna og almennings í Bretlandi. Laun Hesters á síðasta ári námu 1,2 milljónum punda.

Hester afþakkaði bónusinn í kjölfarið en í gær sendi hann starfsmönnum RBS bréf vegna málsins þar sem hann sagðist skilja vel að ákvörðun stjórnarinnar hafi verið umdeild á sama tíma og breska ríkið boðar mikinn niðurskurð. Breska ríkið á 82% hlut í RBS en bjarga varð bankanum frá falli í október 2008. 

Hester hefur stýrt RBS í þrjú ár og segir verkefnið sem hann hafi tekið að sér hafi oft verið erfitt og hann íhugað að segja af sér í nokkur skipti. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hið rétta heldur miklu frekar að reyna að auka hag RBS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK