Jón Ásgeir tekur til hjá 365

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

Jón Ásgeir Jóhannesson er kominn með skrifstofuaðstöðu í húsnæði 365 miðla við Skaftahlíð. Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón Ásgeir hafi komið meira að ákvörðunum sem varði rekstur fyrirtækisins undanfarna mánuði og tekið þátt í þeirri endurskipulagningu sem 365 miðlar eru að ganga í gegnum.

Vinna stendur nú yfir við að flytja hluta framkvæmdastjórnar fyrirtækisins á þriðju hæði í húsinu við Skaftahlíð. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sem sömuleiðis flytur á þriðju hæðina, segir við Viðskiptablaðið að Jón Ásgeir hafi haft skrifstofuaðstöðu í húsinu í nokkrar vikur. 

Á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, segir að blaðið hafi heimildir fyrir því að Jón Ásgeir hafi komið meira að ákvörðunum sem varða rekstur fyrirtækisins undanfarna mánuði og tekið þátt í þeirri endurskipulagningu sem 365 miðlar eru að ganga í gegnum. Í þeim felast uppsagnir á starfsfólki og flutningar deilda á milli húsa.

Nánar er fjallað um Jón Ásgeir og rekstur 365 miðla í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK