Google og Facebook leituðu annað

Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.
Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bæði Google og Facebook komu í tvígang til Íslands til þess að skoða möguleika á að byggja hér gagnaver. Hvorugt fyrirtækið ákvað að koma hingað með starfsemina. Google fór til Finnlands og Facebook til Svíþjóðar.

Hann bendir á að útlendir fjárfestar bíði ekki í röðum eftir því að fjárfesta á Íslandi og lykilforsenda sé að hér sé skapað samkeppnishæft rekstrarumhverfi.

Þetta kom fram í máli Gests G. Gestssonar, forstjóri Advania, á Viðskiptaþingi. Hann segir að mikil verðmæti fylgi gagnaverum og þeim fylgi mikil verðmætasköpun. Til að mynda kaupir eitt gagnaver rafmagn fyrir 600 milljónir króna á ári og 20 bein störf verða til og mun fleiri afleidd störf.

Markaðurinn fyrir gagnaver er að sögn Gests metinn á 120 milljarða Bandaríkjadala,14.800 milljarða króna.

Af hverju Ísland, spurði Gestur og bætti við að það sé annars vegar orkan og að hún er græn. Klárt að það vinnur með okkur, segir Gestur. Annað sem vinnur með okkur er frí kæling en hér vinnur kuldinn með Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK