Grikkir þurfi annan gjaldmiðil

Reuters

Seðlabankastjóri Póllands, Marek Belka, segir í samtali við þýska viðskiptablaðið Financial Times Deutschland að Grikkir þurfi að eiga þess kost að taka upp „sérstakt tímabundið greiðslutæki“, með öðrum orðum annan gjaldmiðil, sem væri hægt að nota í greiðslumiðlun innan landsins og þá sérstaklega af hálfu hins opinbera.

Belka sagði að með því móti gætu Grikkir komist út úr þeim skelfilega vítahring samdráttar og skulda sem þeir væru nú staddir í. Grísk stjórnvöld þörfnuðust leiðar til þess að geta fellt gengi gjaldmiðils síns.

Grikkir notast nú við evru sem gjaldmiðil sinn og hafa gert undanfarinn áratug en aðild að henni felur það meðal annars í sér að Grikkir geta ekki fellt gengi hennar og þannig aukið samkeppnishæfni sína gagnvart öðrum ríkjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka