Olíuverð lækkar

AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í morgun og er það rakið til þess að dregið hefur úr eftirspurn í Kína vegna samdráttar í framleiðslu þar í landi.

Í New York lækkaði verð á West Texas Intermediate hráolíu til afhendingar í maí um 33 sent og er 103,31 Bandaríkjadalur tunnan.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 61 sent og er 121,10 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK