Olíuverð lækkar

AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í morgun og er það rakið til þess að dregið hefur úr eftirspurn í Kína vegna samdráttar í framleiðslu þar í landi.

Í New York lækkaði verð á West Texas Intermediate hráolíu til afhendingar í maí um 33 sent og er 103,31 Bandaríkjadalur tunnan.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 61 sent og er 121,10 dalir tunnan.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir