Góð eftirspurn eftir spænskum bréfum

Reuters

Spænska ríkinu gekk vel að selja ríkisskuldabréf á uppboði sem fram fór í gær, fimmtudag, en tvöfalt meiri eftirspurn reyndist eftir bréfunum en sem nam þeim bréfum sem í boði voru. Seld voru skuldabréf til 10 ára fyrir 2,54 milljarða evra að þessu sinni.

Álagið á skuldabréfin er 5,7% sem er talsvert meira en í síðasta uppboði spænska ríkisins sem fram fór 4. apríl síðatliðinn en álagið á þeim bréfum sem þá voru seld var 5,3%. Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka