Byggingarkostnaðurinn 150 milljarðar

Greiningardeild Arion banka telur að byggingarkostnaður við kísilmálmvinnslu auk vinnslu á efni til framleiðslu sólarrafhlaða geti verið allt að 150 milljarðar króna og hér gætu skapast 350-500 störf varanlega vegna þessa auk þeirra starfa sem verða til á byggingartímanum.

Íslensk stjórnvöld og kínverska fyrirtækið BlueStar undirrituðu sameiginlega viljayfirlýsingu í síðustu viku, en yfirlýsingin snýr að byggingu (eða stækkun) kísilmálmvinnslu auk vinnslu á efni til framleiðslu sólarrafhlaða.

Orkuþörf slíkrar verksmiðju mun vera háð þeirri tækni sem BlueStar nýtir við framleiðsluna en í megavöttum talið gæti orkuþörfin samsvarað um 15% af þeirri orku sem fengist úr virkjunum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þá er miðað við að hagkvæmasta aðferð m.t.t. orkunotkunar verði notuð við framleiðsluna, að því er segir í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

„Ef ráðist yrði í slíka fjárfestingu hefði það vissulega umtalsverð áhrif á fjármunamyndun í landinu en 150 ma.kr. jafngilda allri atvinnuvegafjárfestingu í landinu árið 2011.

Hins vegar er óvíst hversu mikil áhrif þetta hefur á gjaldeyristekjur landsins sem og hagvöxt þar sem stærsti hluti fjárfestingarinnar er innflutt aðföng. Eftir sem áður myndu þjóðarútgjöld vafalaust aukast, sökum aukinnar fjármunamyndunar, en á móti myndi innflutningur aukast og draga úr vexti vergrar landsframleiðslu.

Aukinn kippur í þjóðarútgjöldum gæti þó haft keðjuverkandi áhrif á hagkerfið og haft þannig jákvæð áhrif á hagvöxt,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka