Þurfa að leggja 30 milljarða evra á varúðarreikning

Spænska ríkið hefur þjóðnýtt Bankia bankann en hann var umsvifamikill á fasteignalánamarkaði stækka

Spænska ríkið hefur þjóðnýtt Bankia bankann en hann var umsvifamikill á fasteignalánamarkaði Reuters

Spænska ríkisstjórnin kynnti í dag verulegar breytingar á fjármálakerfi landsins sem þýðir að spænskir bankar þurfa að leggja 30 milljarða evra á varúðarreikning vegna fasteignalánakreppunnar og aðskilja fasteignalánastarfsemi frá annarri starfsemi.

Eins ætlar ríkisstjórnin að fá tvö sjálfstæð endurskoðunarfyrirtæki til að meta virði bankanna á fasteignalánamarkaði.

Hlutabréfavísitalan IBEX hefur lækkað um tæp 3% í kauphöllinni í Madríd eftir að áform stjórnvalda voru tilkynnt.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir