Tekin verði upp grísk evra

Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt. Reuters

Þýski bankinn Deutsche Bank hefur velt upp þeirri hugmynd að tekin yrði upp sérstök grísk evra sem fella mætti gengið á án þess að Grikkland þyrfti að yfirgefa evrusvæðið ef ríkisstjórn skyldi komast til valda eftir þingkosningarnar 17. júní næstkomandi sem styddi ekki kröfur Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um frekari aðhaldsaðgerðir í landinu.

Haft er eftir aðalhagfræðingi Deutsche Bank, Thomas Mayer, á fréttavefnum Euobserver.com að hann telji að slíkt fyrirkomulag sé líklegasta þróun mála á evrusvæðinu. Grísk evra, eða „geuro“, myndi gera Grikkjum meðal annars kleift að auka útflutning sinn og ná sér þannig á strik á nýjan leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK