1,1 milljarðs rekstrarhagnaður hjá Eimskip

Heildarvelta samstæðu Eimskips á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012 nam 15,3 milljörðum kr. samanborið við 14,3 milljarða kr. árið 2011. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 1,1 milljarður kr. , en var 2,1 milljarður kr. á sama tímabili árið 2011.

Fram kemur í tilkynningu frá Eimskip að frávikið í rekstrarhagnaði á milli ára skýrist af því að á fyrsta ársfjórðungi 2011 hafi félagið innheimt útistandandi kröfu sem nam einum milljarði kr., en krafan hafði áður verið að fullu færð niður í bókum félagsins.

Hagnaður eftir skatta var 98 milljónir kr.  en var 928 milljónir kr. árið 2011.

Heildareignir félagsins í lok mars 2012 námu 48,1 milljarði kr. og var eiginfjárhlutfallið 62,1%. Vaxtaberandi skuldir námu 10,5 milljörðum kr. Flutningsmagn í siglingakerfum félagsins á Norður Atlantshafi jókst um 9,7% á fyrsta ársfjórðungi á milli ára á meðan flutningsmagn í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun Eimskips jókst um 4,3% á sama tíma.

Í takti við væntingar

„Afkoman af reglulegri starfsemi á fyrsta ársfjórðungi er í takti við væntingar. Hægur bati er í flutningum til og frá Íslandi en á móti kemur að kostnaður hefur hækkað á milli ára, svo sem launa- og olíukostnaður. Vel hefur gengið á öðrum markaðssvæðum félagsins á Norður Atlantshafi og í alþjóðlegri flutningsmiðlun, einkum frystiflutningsmiðlun. Þá eru flutningar á nýju siglingaleiðinni frá Norður Noregi til Ameríku að ganga vel,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri fyrirtækisins, í tilkynningunni.

„Eimskip styrkti enn frekar stöðu sína í frystiflutningum með kaupum á þremur frystiskipum í febrúar og með opnun starfsstöðvar í Tælandi í mars.

Vinna við mögulega skráningu félagsins á Kauphöll fyrir lok árs er í fullum gangi.
Um Eimskip,“ segir Gylfi ennfremur.

Eimskip rekur 49 starfsstöðvar í 17 löndum og er með 17 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.300 starfsmönnum, þar af um 740 á Íslandi. Um helmingur af tekjum félagsins kemur frá starfsemi utan Íslands.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK