Bakkabræður í milljarða skuldabréfaútgáfu

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkabræður.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkabræður. mbl.is/Brynjar Gauti

Félag í eigu Bakkabræðra virðist vera að nýta sér fjárfestingaleið Seðlabankans, væntanlega til að fjármagna kaup á 25% hlut í Bakkavör fyrir um fjóra milljarða. Ekki náðist í bræðurna til að staðfesta að svo sé þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Morgunblaðsins.

Stjórn Korks Invest ehf., sem er í eigu bræðranna Ágústar og Lýðs Guðmundssonar, stofnenda og aðalstjórnenda Bakkavarar, hefur samþykkt heimild til að gefa út breytanlegt skuldabréf fyrir allt að fjóra milljarða króna til tíu ára, sem er einmitt árafjöldinn sem þarf til að fara þessa leið hjá Seðlabankanum.

Fjallað er um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag en þar kemur fram, að sérfræðingar  á fjármálamarkaði, sem blaðið ræddi við, segi að það væri mikil tilviljun ef bræðurnir væru ekki að nýta þarna fjárfestingaleið Seðlabankans.

Fjárfestingaleið Seðlabankans gengur út á að fjárfestar komi með erlendan gjaldeyri til landsins, skipti honum í krónur og fjárfesti hér til lengri tíma, en gulrótin fyrir fjármagnseigendur er að þeir fá um 20% afslátt af gjaldeyriskaupunum. Bræðurnir fá því í raun og veru um 20% afslátt af þeim hlut sem þeir kaupa í Bakkavör með því að fara þessa leið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK