Besti dagur ársins í kauphöllinni

Hlutabréfavísitölur hækkuðu mikið í dag.
Hlutabréfavísitölur hækkuðu mikið í dag. AFP

Hlutabréf hækkuðu í verði bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum í dag. Dagurinn í dag er besti dagur ársins í kauphöllinni í New York þar sem vísitölur hækkuðu um 2,4%.

Sérfræðingar á markaði segja að ástæðan fyrir þessari hækkun sé fréttir sem bendi til að það takist að bjarga spænskum bönkum sem eru margir hverjir mjög illa staddir.

Nasdaq og Dow Jones hækkuðu í dag um 2,4%, hlutabréfavísitalan í London hækkaði um 2,36% og þýska vísitalan hækkaði um 2,09%.

Luis de Guindos, efnahagsráðherra Spánar, sagði í dag að Spánn þyrfti ekki að leita eftir fjárhagsaðstoð til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Unnið væri að því að leysa fjárhagsvanda spænskra banka og tillögur að lausn yrðu kynntar fyrir lok þessa mánaðar.

Þessi yfirlýsing virðist hafa aukið bjartsýni þeirra sem höndla með hlutabréf. Engu breytti þó að Seðlabanki Evrópu lýsti því yfir í dag að hann myndi ekki halda áfram að bjarga bönkum sem væru á fallandi fæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK