Staðan versnar á Spáni

Seðlabanki Spánar
Seðlabanki Spánar Reuters

Úrslit þingkosninganna í Grikklandi virðast ekki hafa haft mikil áhrif á trú fjárfesta á spænskt efnahagslíf því krafa á ríkisskuldabréf Spánar til tíu ára hefur hækkað í morgun og er nú 7,061%. Hefur krafan ekki verið hærri frá upptöku evrunnar árið 1999.

Þegar krafan fer yfir 7% er talið að ríki geti ekki staðið undir sér og líkt og bent er á í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka er það sá múr sem var brotinn þegar Grikkland, Írland og Portúgal leituðu á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir aðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK