Segja upp 8 þúsund starfsmönnum“

Franski bílaframleiðandinn PSA Peugeot Citroen ætlar að segja upp átta þúsund starfsmönnum í Frakklandi en mikill samdráttur er í sölu hjá fyrirtækinu í Evrópu. Tap var á rekstri fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi.

Fréttir um að tíu þúsund myndu jafnvel missa vinnuna reyndust því ekki á rökum reistar.

PSA, er stærsti bílaframleiðandi Frakklands og annar stærsti í Evrópu á eftir   Volkswagen, á von á því að samdrátturinn verði 8% í ár og því hafi þurft að bregðast við með uppsögnum og samdrætti í starfsemi.

Á tímabilinu 2007-12 er samdrátturinn 23% og hafa verksmiðjur fyrirtækisins ekki verið reknar á fullum afköstum undanfarna mánuði.

Rekstrartap PSA er um 700 milljónir evra á fyrstu sex mánuðum ársins en endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir.

PSA mun loka verksmiðju sinni í Aulnay, sem er skammt frá París, en þar starfa þrjú þúsund. Eins verður fækkað í verksmiðju í Rennes um 1.400. Auk þess munu 3.600 missa vinnuna annars staðar í fyrirtækinu og áfram verður unnið að því að draga úr kostnaði.

PSA Peugeot Citroen
PSA Peugeot Citroen AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK