Stórfjölgun bílaleigubíla

Mikil eftirspurn er eftir bílaleigubílum og hefur skráningu slíkra bíla …
Mikil eftirspurn er eftir bílaleigubílum og hefur skráningu slíkra bíla fjölgað mikið

Skráðum bílaleigubifreiðum fjölgaði um tæplega 2300 milli apríl og júní samkvæmt tölum frá Umferðastofu. Er það um 30% aukning á aðeins 2 mánuðum. Mikil fjölgun hefur verið á leigubifreiðum hérlendis síðustu árin, en þetta er stærsta einstaka hækkunin sem hefur orðið og ef miðað er við sama tíma í fyrra var fjölgunin um 1000 bílar. Bæði er um að ræða nýja bíla og notaða sem hafa verið skráðir sem bílaleigubifreiðar.

Samkvæmt tölum frá Umferðastofu voru skráðar bílaleigubifreiðar 10.290 hér á landi í júní. Þetta er fjölgun um 37% á einu ári, en á síðustu 2 mánuðum hefur verið 30% fjölgun skráðra leigubifreiða. Þess ber þó að geta, að fjöldi skráðra bíla fer í sveiflum og lækkar venjulega á haustin og veturna. Síðustu 2 ár hefur þó verið greinileg fjölgun þegar horft er fram hjá árstíðabundnum sveiflum

Fjöldi bílaleigubíla á skrá hérlendis eftir mánuðum.
Fjöldi bílaleigubíla á skrá hérlendis eftir mánuðum.
Efnisorð: bílaleiga bílar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK