Búist við minni hagvexti í Bretlandi

Seðlabanki Bretlands
Seðlabanki Bretlands AFP

Seðlabanki Bretlands hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir Bretland niður í 0%. Áður hafði bankinn gert ráð fyrir tæplega 1% hagvexti. Sagði í tilkynningu að skuldavandi evruríkjanna og erfiðar aðstæður til lántöku heima fyrir væru aðalorsakavaldar fyrir breyttri spá, en þrátt fyrir að Bretland sé ekki hluti af evrunni eru evruríkin enn stærsti einstaki viðskiptaaðili landsins.

Segir bankinn ástandið núna vera „óvenjulega óöruggt“ og að stærsta ógn við endurreisn í Bretlandi sé að ekki verði gripið til nægjanlega áhrifaríkra aðgerða til að vinna á skuldavandanum hjá evruríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK