Seðlabankinn vanspáir hagvexti

Seðlabankinn
Seðlabankinn Ernir Eyjólfsson

Seðlabankinn virðist hafa tilhneigingu til að vanspá hagvexti í eins og tveggja ára spám sínum, en virðist að sama skapi vera nokkuð hittinn á leitni hagvaxtar og sjá fyrir upp- og niðursveiflur. Þetta kemur fram í markaðspunktum Arion banka, en þar eru allar spár peningamála síðasta áratuginn skoðaðar.

Segir greiningardeildin að bankanum hafi „tekist að hitta nokkuð vel á leitnina í þjóðarbúskapnum, bæði fjóra og átta fjórðunga fram í tímann, þótt tvenn stór frávik megi greina frá 2006; greinilega vanspá annars vegar hagvaxtar 2007 og hins vegar of- og vanspá samdráttar 2009“. Bent er á að sama tilhneiging eigi við um verðbólguspá Seðlabankans sem oft sé einnig vanáætluð. Þess ber þó að geta að Seðlabankinn má ekki gera ráð fyrir stórum fjárfestingum í spám sínum fyrr en þær hafa verið samþykktar endanlega og hefur þurft að stíga varlega til jarðar varðandi mat á launabreytingu. Þetta getur haft töluverð áhrif á niðurstöðu spálíkananna, auk þess sem forsendan um óbreytt gengi litar iðulega útkomuna.

Allar spár Peningamála síðasta áratuginn. Myndin sýnir að tíða vanspá …
Allar spár Peningamála síðasta áratuginn. Myndin sýnir að tíða vanspá hagvaxtar Arion banki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK