Fjárfesting enn í lágmarki

Fjárfesting jókst meira á fyrstu sex mánuðum ársins en yfir allt síðasta ár. Engu að síður er fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu enn í algjöru lágmarki og er langt undir meðalfjárfestingu hérlendis og í samanburði við OECD ríkin. Þetta kemur fram í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Aukning í fjárfestingu var ríflega 19% á fyrstu sex mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra. Vöxturinn er því nokkuð meiri en mældist á árinu 2011 þegar fjárfesting jókst um 13% yfir árið í heild. Fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu mælist nú um 14%, en til samanburðar þá hefur fjárfestingarstigið frá seinna stríði mælst að meðaltali 24% af landsframleiðslu, og í kringum 21% ef leiðrétt er fyrir fjárfestingum í ál- og orkuiðnaði.

Atvinnuvegafjárfesting, sem vigtar 70% af heildarfjárfestingu í landinu er jafnframt enn nokkuð undir 14% langtímameðaltali og í sögulegu lágmarki samanborið við önnur sambærileg ríki. Á síðasta aldarfjórðungi hefur fjárfestingastig meðal OECD ríkja verið í kringum 20% af VLF. Þrátt fyrir að heildarfjárfesting í landinu hafi nú vaxið samfleytt sex fjórðunga í röð, þá er enn nokkuð langt í land að fjárfestingarstigið nái því sem tíðkaðist á árum áðum. 

Fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
Fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu Arion banki
Fjárfestingar atvinnuvega sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
Fjárfestingar atvinnuvega sem hlutfall af vergri landsframleiðslu Arion banki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK