Enn logn á fasteignamarkaði

Enn er langt í land með að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu nái eðlilegri virkni eftir mikla lægð á síðustu misserum. Velta á markaði er enn töluvert undir því sem eðlilegt getur talist og hefur farið minnkandi  á síðustu vikum, segir í Hagsjá Landsbankans.

Verð á fjölbýli leitar stöðugt upp á við, en heldur þó rétt í við verðlagsþróun. Verðþróun sérbýlis er mun óstöðugri og sveiflur á raunverði sérbýlis hafa verið miklar á síðustu tveimur árum.

Veltan á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu náði lágmarki í upphafi ársins 2009, en hefur síðan farið hægt og rólega vaxandi. Fyrri hluta ársins 2009 voru að jafnaði seldar um 150 íbúðir (fjölbýli og sérbýli) á mánuði sem er mjög lágt sögulega séð.

Þróun síðustu tveggja ára í sölu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið hægt stígandi upp á við, en þó með nokkrum sveiflum. Veltan er þó enn töluvert fyrir neðan meðaltal síðustu 10 ára og hefur hægt á aukningunni nú í sumar. Ein skýring er sú að fjárhagsstaða fólks og ströng skilyrði við lánsfjármögnun setji íbúðakaupum skorður. Einnig gæti verið að almenningur væri að bíða eftir nýjum tíðindum eða atburðum sem gætu auðveldað íbúðakaup. T.d. hefur komið ítrekað fram í umræðunni að von sé á nýjum lánamöguleikum hjá íbúðalánasjóði. Ekki er að sjá að margumrædd innkoma fjárfesta inn á markaðinn sjáist í veltutölum síðustu mánaða, nema þá að almenningur hafi dregið sig þeim mun meira til baka, segir í Hagsjánni.

Á tveggja ára tímabili hefur nafnverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 12,3%. Þar af er 13% hækkun á fjölbýli og 9% hækkun á sérbýli. Fjölbýli er að jafnaði mun einsleitari vara en sérbýli og viðskipti með fjölbýli einnig mun meiri. Það má því búast við mun jafnari verðþróun á fjölbýli en sérbýli. Sérbýli hækkaði mun meira en fjölbýli frá árinu 1997 en sú þróun hefur snúist við síðastliðin 2 ár. Fjölbýli hefur hækkað mun jafnar en sérbýli, en verðþróun þess hefur verið fremur óstöðug.

Fjölbýlið virðist einnig vera í nokkuð stöðugum hækkunarfasa síðustu mánuðina, segir í Hagsjá Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK