Mæla með kaupum í Regin

Fasteignafélagið Reginn er skráð í Kauphöllinni.
Fasteignafélagið Reginn er skráð í Kauphöllinni. mbl.is/Kristinn

IFS greining mælir með kaupum á hlutabréfum í fasteignafélaginu Reginn sem var skráð í Kauphöll Íslands í júlí á þessu ári.

Í greiningu IFS er því spáð að gengi bréfanna muni hækka um 16% – úr 9,8 krónum á hlut í 11,4 krónur á hlut – á næstu sex til níu mánuðum. Samkvæmt virðismati IFS ætti gengi hlutabréfa í Regin að vera 10,4 krónur á hlut í dag, sem er 6% meira en gengi bréfanna stóð í við lok markaða í gær.

IFS byggir spá sína einkum á því að Reginn muni að öllum líkindum ná hagstæðari fjármögnun á eftirstandandi lánum félagsins. Frá því hefur verið greint að samningar hafi náðst um endurfjármögnun á Egilshöll og nam upphæð lánsins 5,5 milljörðum króna og var verðtryggt til tíu ára. Kjörin eru nokkuð góð, bendir IFS á, eða 3,85% með veð í eigninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka