Dóp- og vopnasalar í viðskiptum við HSBC

AFP

Skattayfirvöld í Bretlandi rannsaka stærsta banka landsins, HSBC, fyrir að hafa stofnað reikninga í skattaskjólinu Jersey fyrir glæpamenn. Uppljóstrari lét skattinn fá upplýsingar um alla bresku viðskiptavini bankans í Jersey. Í gögnunum kemur fram hver innstæðan er, nafn og bankanúmer.

Yfir fjögur þúsund manns, búsettir í Bretland, eru á listanum. Talið er að þetta leiði til þess að komið verði auga á hundruð manna sem hafa ekki gefið allt upp til skatts þar í landi. Á listanum eru um fjögur þúsund manns sem eru búsettir annars staðar en í Bretlandi.

Þetta kemur fram í frétt Telegraph. Meðal þeirra sem eru á listanum er dæmdur dópsali, dæmdur vopnasali, þrír bankamenn sem grunaðir eru um fjársvik og maður sem kallaður hefur verið „annar versti tölvuglæpamaðurinn“. Ýmsir bankareikningar með háum fjárhæðum eru í eigu fólks sem býr í frekar fátækum hluta landsins. Eftirtektarvert er hve margir á listanum starfa á breskum fjármálamarkaði.

Lögum samkvæmt ber bankanum að tilkynna yfirvöldum ef grunur leikur á að verið sé að sýsla með illa fengið fé. Þetta vekur upp spurningar um starfshætti HSBC, segir í fréttinni, því bankinn þarf að greiða 1,5 milljarða dollara í Bandaríkjunum fyrir að brjóta reglur um peningaþvætti. Bandarísk þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að eftirlit HSBC með peningaþvætti hefði verið ábótavant í Mexíkó. Auk þess hefur bankinn verið sakaður um að fela viðskipti tengd Íran.

Talið er að þessi leki um þá sem eiga innstæður í Jersey sé sá stærsti sinnar tegundir í Bretlandi. Á listanum eru 4.388 manns sem eiga samtals 699 milljónir punda eða 144 milljarða króna. Talið er að fólkið eigi enn meira í allskyns fjárfestingum. Árið 2008 seldi innanbúðarmaður bankans í Sviss lista yfir viðskiptavini í Genf til skattayfirvalda. Á þeim lista voru tvö þúsund Bretar. Aftur á móti er talið að skattayfirvöld hafi ekki greitt fyrir Jersey-listann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK