Hagspár hafa ofmetið vöxtinn

Kortavelta hefur ekki aukist jafn mikið og hagspár gerðu ráð …
Kortavelta hefur ekki aukist jafn mikið og hagspár gerðu ráð fyrir. mbl.is/ÞÖK

Nýlegar hagspár hafa ofmetið vöxt einkaneyslu hér á landi að því er greiningardeild Íslandsbanka segir. Kortaveltutölur benda til þess að vöxtur einkaneyslu á seinni helmingi ársins verði mun hægari en á fyrri helmingi ársins og að vöxtur einkaneyslu gæti verið ofmetinn í nýlegum hagspám. Í nýbirtum tölum Seðlabankans kemur fram að kortavelta einstaklinga innanlands í október óx um 1,4% að raungildi frá sama mánuði fyrra árs, en kortavelta á þennan mælikvarða gefur góða vísbendingu um þróun einkaneyslu enda kortanotkun hér á landi útbreidd.

Þetta er minni vöxtur en verið hefur undanfarið, en það sem af er þessu ári hefur vöxturinn á þennan mælikvarða verið að meðaltali 2,4% í mánuði hverjum borið saman við sama mánuð fyrra árs. Greiningardeildin segir að þegar horft sé á fyrstu 10 mánuði ársins hafi kortavelta einstaklinga innanlands aukist um 2,1% að raungildi frá sama tímabili í fyrra og er því ljóst að með sama áframhaldi verður vöxturinn á þessu ári heldur minni en á síðasta ári þegar kortavelta á þennan mælikvarða jókst um 4,6%

Greiningardeildin segir að kortavelta á síðari helmingi ársins sé aðeins um 0,7% og að þetta bendi til þess að vöxtur einkaneyslu verði mun hægari á seinni helmingi ársins en þeim fyrri og gætu nýlegar hagspár verið að ofmeta vöxt einkaneyslu á þessu ári haldi þessi þróun áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK