Gert að greiða 1,7 milljarða

Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs.
Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs. mbl.is/Skapti

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Baugs,  til að greiða þrotabúi BGE eignarhaldsfélags 1,7 milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum mbl.is mun Gunnar áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

Eignarhaldsfélagið var í eigu helstu stjórnenda og starfsmanna Baugs. Það var sett á fót til að halda utan um kauprétt mannanna vegna starfa þeirra hjá Baugi, að því er kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Fram kemur, að deilt hafi verið um uppgjör á lánum sem stjórnendur Baugs og starfsmenn fengu til hlutabréfakaupa. Þrotabú BGE höfðaði málið gegn Gunnari sem þarf nú að greiða því 1,7 milljarða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK