SAS kynnir nýja áfangastaði

Flugvélar SAS. Félagið kynnir 45 nýja áfangstaði í dag.
Flugvélar SAS. Félagið kynnir 45 nýja áfangstaði í dag. AFP

Síðar í dag mun flugfélagið SAS kynna 45 nýja áfangastaði. Flogið verður til flestra þeirra frá Noregi og verður opnað fyrir sölu til staðanna næstkomandi mánudag og þessar ferðir munu hefjast á næsta ári.

Meðal þessara nýju áfangastaða eru sex nýir áfangastaðir í Suður-Evrópu og San Fransisco í Bandaríkjunum, en þangað verður flogið sex sinnum í viku hverri.

Fyrir fjórum dögum síðan hékk framtíð SAS á bláþræði, en nú hyggjast forráðamenn félagsins heldur betur færa út kvíarnar. Auk þessara nýju áfangastaða stendur til að selja eina milljón flugmiða með verulegum afslætti innan tíðar.

Af þessum 45 nýju flugleiðum verða 17 gerðar út frá Noregi, 11 frá Svíþjóð, 10 frá Danmörku og sjö frá Finnlandi.

Frétt Berlingske Business

Frétt Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK