Gengi evrunnar lækkar aftur

mbl.is

Gengi evrunnar lækkaði við opnun markaða í morgun eftir að hafa hækkað talsvert í kjölfar þess að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákváðu að veita Grikklandi næsta hluta efnahagsaðstoðar við landið. Er lækkunin rakin til viðvarandi áhyggja af skuldavanda Evrópuríkja.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Seðlabanka Ástralíu að um dæmigerð viðbrögð sé að ræða á mörkuðum þar sem gengið hækki vegna gjaldeyriskaupa í kjölfar orðróms en lækki síðan aftur þegar fréttirnar eru staðfestar og gjaldeyrinn er þá seldur aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK