Olíufundur gæti skipt miklu

Fastlega er gert ráð fyrir því að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, muni í dag fagna áætlunum breskra og norskra fyrirtækja um að hefja olíuleit á Drekasvæðinu. Ef leitin skilar góðum árangri getur þetta haft umtalsverð áhrif á efnahag Íslands og nágrannalandanna, samkvæmt frétt Financial Times.

Í síðustu viku var greint frá því að Orkustofnun hefði ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS  og Íslensku kolvetni ehf. annars vegar og breska fyrirtækinu Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Jafnframt hafa norsk stjórnvöld, með bréfi dagsettu 3. desember, ákveðið að norska ríkisolíufélagið Petoro verði þátttakandi í báðum leyfunum, að fjórðungshlut í hvoru leyfi fyrir sig eins og samningur Íslands og Noregs frá árinu 1981 heimilar þeim.

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, fagnaði aðkomu Norðmanna í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Samkvæmt frétt FT mun Ólafur Ragnar taka þátt í móttöku hjá Faroe Petroleum og er gert ráð fyrir því að þar muni hann fagna olíuleitaráformum Norðmanna og Breta á Drekasvæðinu þrátt fyrir fyrri orð um áhrif hlýnunar jarðar á norðurslóðir. 

Steingrímur J. segir að ef olía finnst þá geti það haft mikil áhrif á Ísland, Færeyjar og Noreg. Mikilvægt sé að kanna hversu mikla olíu er að finna á svæðinu.

Frétt mbl.is um olíuleitarleyfi

Frétt FT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK