Sama lúkningarverð á alla

Sama lúkningarverð verður hjá öllum símfyrirtækjunum vegna símtala í talsímanetum …
Sama lúkningarverð verður hjá öllum símfyrirtækjunum vegna símtala í talsímanetum frá 1. mars næstkomandi. Ásdís Ásgeirsdóttir

Póst- og fjarskiptastofnun hefur í kjölfar markaðsgreiningar sinnar ákveðið að lúkningarverð allra símfyrirtækjanna vegna símtala í talsímanetum verði það sama frá og með 1. mars á næsta ári, eða um 0,63 krónur á mínútu auk 0,62 króna tengigjalds. Síminn og Vodafone hafa verið með þetta verð frá 4. desember og munu ekki þurfa að gera breytingar í framhaldi af þessu.

Niðurstaða PFS varðandi heildsölumarkað fyrir upphaf símtala er sú að Síminn njóti ennþá umtalsverðs markaðsstyrks á þeim markaði. Því eru lagðar kvaðir á félagið, sú helsta að í stað þess að byggja heildsöluverð fyrir upphaf símtala í talsímaneti sínu á eigin kostnaðargreiningu eins og áður skal Síminn miða heildsöluverð sitt við ríki á EES-svæðinu sem beita tiltekinni kostnaðargreiningaraðferð.

Varðandi heildsöluverð fyrir að ljúka símtölum í eigin talsímanetum leggur PFS kvaðir á fimm fyrirtæki sem eru útnefnd með umtalsverðan styrk á þeim markaði. Með kvöðunum hverfur ein meginforsendan fyrir mismunandi verði á talsímaþjónustu, þ.e. þegar hringt er í annað talsímafélag en viðkomandi er í viðskiptum við. 

Hinn 1. júlí á næsta ári munu lúkningarverð í farsíma nema 1,66 krónum. Verulega hefur því dregið úr verðmun á lúkningu símtala í talsíma- og farsímanetum, því hæsta verð fyrir lúkningu símtala í farsíma hefur til langs tíma numið um 12 krónum á mínútu. Ákvarðanir þessar munu því einnig nýtast þeim sem hringja á milli farsíma- og talsímakerfa.

Einnig komst stofnunin að því að virk samkeppni ríki á heildsölumarkaði með flutning símtala í talsímanetum. Því þurfi ekki að leggja neinar kvaðir á fyrirtækin á þeim markaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK