RÚV tapaði 85 milljónum

Páll Magnússon útvarpsstjóri
Páll Magnússon útvarpsstjóri mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisútvarpið tapaði 85 milljónum króna á rekstrarárinu 1. september 2011 til 31. ágúst 2012. Er þetta í samræmi við áætlun félagsins, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 5,6 milljörðum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er um 651 milljón króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 11,7%.

Samkvæmt ársreikningnum voru rekstrartekjur RÚV rúmir 5,3 milljarðar króna á rekstrarárinu samanborið við tæpa fimm milljarða króna árið á undan. Rekstrargjöldin voru tæplega 5,2 milljarðar króna en voru 4,6 milljarðar króna árið á undan. Þar af er dagskrár- og framleiðslukostnaður tæpir fjórir milljarðar króna sem er hækkun um tæplega 500 milljónir króna á milli ára.

Dreifi- og sölukostnaður nam 466 milljónum króna, sameiginlegur rekstur og stjórnun var 547 milljónir króna og afskriftir námu 178 milljónum króna.

Heildarlaun RÚV á rekstrarárinu námu rúmlega 1,8 milljörðum króna en voru tæpir 1,7 milljarðar króna rekstrarárið á undan.

Páll fékk greiddar 18,6 milljónir á árinu - þar af leiðrétting upp á 4,6 milljónir

Heildarlaun og þóknanir til ellefu helstu stjórnenda RÚV námu 114,1 milljón króna, þar af til útvarpsstjóra, Páls Magnússonar, 14 milljónir króna. En auk þess voru Páli greiddar 4,6 milljónir króna vegna leiðréttingar á framkvæmd úrskurðar Kjararáðs 23. febrúar 2010.

„Með hliðsjón af fyrirliggjandi lögfræðiálitum og til samræmis við framkvæmd úrskurðar Kjararáðs hjá öðrum opinberum hlutafélögum var úrskurðurinn látinn taka gildi 1. mars 2011,“ segir í ársreikningi RÚV.

Stjórnarlaun nema 6,1 milljón króna hjá RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK