Um þúsund fyrirtæki urðu gjaldþrota í fyrra

Flest gjaldþrot í fyrra voru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Flest gjaldþrot í fyrra voru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

66 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í nóvembermánuði, flest í heild- og smásöluverslun og í viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu 11 mánuði ársins voru 977 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, sem er rúmlega 32% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 1.441 fyrirtæki varð gjaldþrota. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Flest gjaldþrot það sem af er árinu eru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, eða 198 talsins.

Í nóvembermánuði voru skráð 132 ný einkahlutafélög, flest í fasteignaviðskiptum og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Til samanburðar voru 165 ný einkahlutafélög skráð í nóvember í fyrra. Fyrstu 11 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.605, en það er tæplega 3% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.563 fyrirtæki voru skráð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK