Einn af hverjum tíu missir vinnuna

Commerzbank
Commerzbank AFP

Annar stærsti banki Þýskalands, Commerzbank, ætlar að fækka störfum um 4-6 þúsund á næstu þremur árum. Það þýðir að einn af hverjum tíu starfsmönnum bankans muni missa vinnuna.

Er þetta rakið til fjármála- og skuldakreppunnar, segir í frétt AFP fréttastofunnar. Forsvarsmenn stéttarfélaga starfsmanna bankans eru ævareiðir vegna þessa og segja að stéttarfélögin muni berjast gegn þessu af fullum krafti.

Nákvæm tala liggur ekki fyrir og verður ekki kunngjörð fyrr en eftir viðræður við stéttarfélög í byrjun febrúar. Eins liggur heldur fyrir hvaða deildir bankans verða verst úti í uppsögnunum. Í lok september á síðasta ári störfuðu 56.287 manns hjá Commerzbank.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK