Gylfi Þór Sigurðsson kom heim með 38 milljónir

Gylfi Þór Sigurðsson er markvarðahrellir.
Gylfi Þór Sigurðsson er markvarðahrellir. mbl.is/Eggert

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður breska Úrvalsdeildarliðsins Tottenham, kom með 38 milljónir króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans í desember. Gerði hann það í gegnum útgerðarfélag sitt Blikaberg, sem hann á að fullu.

Nýta á fjármunina til fjármögnunar á innlendum rekstri. Sigurður Aðalsteinsson, varamaður í stjórn Blikabergs og faðir knattspyrnumannsins, vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið.

Blikaberg hagnaðist um 16 milljónir króna árið 2011 en um þrjár milljónir árið áður. Eigið fé nam tólf milljónum króna. Eignir námu 71 milljón króna, sem samanstanda að mestu af keyptum aflaheimildum og fiskiskipi.

Gylfi Þór er launahæsti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir. Samkvæmt úttekt í áramótablaði Viðskiptablaðsins nema árslaun hans um 480 milljónum króna á ári, jafnvirði um 40 milljóna króna á mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK