Reynir að sporna við óumflýjanlegri gengisveikingu

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir

Frekari inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldmeyrismarkaði til að reyna að sporna við gengisveikingu krónunnar eru dæmd til að mistakast. Slíkar aðgerðir gætu ennfremur reynst dýrar í ljósi þess að stærstur hluti gjaldeyrisforðans er skuldsettur.

Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Morgunblaðið leitaði til. Eftir nánast samfellda gengisveikingu krónunnar frá áramótum greip Seðlabankinn inn í þróunina á markaði og seldi 12 milljónir evra í fyrradag. Í kjölfarið styrktist gengi krónunnar um ríflega 1,3% gagnvart evru. Þetta var í annað skipti á einum mánuði sem Seðlabankinn greip til þess ráðs að selja gjaldeyri til að bregðast við mikilli gengislækkun – en hinn 31. desember sl. seldi hann 6 milljónir evra.

Gengisþróun krónunnar síðustu misseri verður best lýst sem samfelldri rússíbanareið. Eftir að hafa styrkst umtalsvert síðasta sumar þá hefur gengið verið í nánast frjálsu falli frá því í ágústlok. Gengi krónunnar gagnvart evru stóð í 147 krónum hinn 22. ágúst síðastliðinn þegar Peningamál, rit Seðlabankans, var gefið út. Þá var það mat Seðlabankans að gengisstyrking krónunnar væri ekki eingöngu tilkomin vegna árstíðarsveiflu og því ekki hægt að fullyrða að gengið myndi taka að veikjast á ný. Frá þeim tíma hefur gengi evrunnar gagnvart krónunni styrkst um meira en 16% og við lokun markaða í gær var miðgengi evrunnar 171,5 krónur.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að þrátt fyrir inngrip Seðlabankans þá sé það mat sérfræðinga að krónan muni að öllum líkindum halda áfram að veikjast á næstu vikum og mánuðum – að því gefnu að Seðlabankinn standi aðgerðalaus á hliðarlínunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK