Íslenskt hugvit gegn barnaníðingum

Videntifier Technologies
Videntifier Technologies

Íslenska hátæknifyrirtækið Videntifier Technologies hefur verið valið til að sjá alþjóðalögreglunni Interpol fyrir háþróaðri myndgreiningartækni í átaki gegn barnaklámi.  Hugbúnaður fyrirtækisins getur gert greiningu á ólöglegu efni allt að 75% hraðvirkari en áður, en þetta nýja verkefni gengur einnig út á að greina fórnarlömb brotanna, að því er segir í tilkynningu frá Videntifier.

Interpol rekur alþjóðlegan gagnagrunn fyrir lögreglu sem skráir myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun barna. Þessi gagnagrunnur nefnist ICSE (International Child Sexual Exploitation Database) og er aðgengilegur lögregluyfirvöldum í yfir 190 löndum. ICSE hjálpar lögreglu að bera kennsl á fórnarlömb, að framfylgja lögum gegn barnamisnotkunarefni og að finna slíkt efni í dreifingu, meðal annars á netþjónustum og vefsíðum opnum almenningi. Tækni frá Videntifier Technologies og samstarfsaðilum var valin í næstu kynslóð ICSE-gagnagrunnsins. 

Hugbúnaðurinn þekkir í sjón afrit af myndbrotum og kyrrmyndum, jafnvel þó efninu hafi verið breytt frá sinni upprunalegu mynd, sem bætist við textaleit sem áður hefur verið til staðar.

Hugmyndin þróaðist fyrst hjá nemendum í Háskólanum í Reykjavík fyrir um 10 árum, en árið 2007 var fyrirtækið stofnað. Það hefur síðan verið stutt af sjóðum Rannís og Eureka!-Eurostar-sjóðnum. Lögreglan á Íslandi kom snemma að þróun tækninnar og voru starfsmenn þar fyrstu notendur hennar.

Að sögn Hrannar Þormóðsdóttur, hjá Videntifier, eru nú viðræður í gangi við lögregluyfirvöld víða um heim varðandi notkun á búnaðinum. Segir hún að meðal þeirra sem hafi sýnt áhuga séu yfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og í Mið-Austurlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK