Spá þriðjungsfjölgun ferðamanna

Ferðamannaiðnaðurinn er óðum að verða einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarbúsins. Í markaðspunktum greiningardeildar Arionbanka kemur fram að deildin spáir þriðjungsfjölgun ferðamanna til ársins 2015.

Árið 2012 var besta ferðamannaár Íslands frá upphafi. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu sóttu um 647 þúsund erlendir gestir landið heim um Leifsstöð, en áætlað er að sú talning nái að jafnaði til um 96% erlendra gesta (aðrir koma um aðra flugvelli, með Norrænu og öðrum skipum).

Ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar frá 2009 benda til þess að heildarneysla erlendra ferðamanna á Íslandi hafi numið um 7,4% af vergri landsframleiðslu, og 8-9 þúsund manns hafi starfað í geiranum, eða rúmlega 5% heildarvinnuaflsins.

„Spá okkar gerir ráð fyrir að um 727 þúsund ferðamenn sæki landið heim um Leifsstöð í ár, en þeim fjölgi í 789 þúsund á árinu 2014 og 855 þúsund á árinu 2015. Gangi spáin eftir nemur fjölgunin í ár um 12,4%, en 8,5% á árinu 2014 og 8,4% á árinu 2015 – það merkir að ferðamenn verða um þriðjungi fleiri á árinu 2015 en á árinu 2012.

Það er lítið eitt minni árleg fjölgun en mældist á árunum 2011 og 2012, en hins vegar talsvert meiri fjölgun en mældist að jafnaði á áratugnum eftir 2000, eða um 6,1%. Ferðamálastofa hefur áætlað að ef fram heldur sem horfir megi gera ráð fyrir einni milljón ferðamanna árið 2020, en gangi okkar spá eftir gæti því marki verið náð fyrr,“ segir í markaðspunktum greiningardeildar Arionbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK