Vantar yfir 100 milljarða

Ríkissjóður gæti þurft að leggja Íbúðalánasjóði til yfir 100 milljarða …
Ríkissjóður gæti þurft að leggja Íbúðalánasjóði til yfir 100 milljarða til viðbótar við þá 13 milljarða sem honum voru veittir í árslok 2012. mbl.is/Golli

Útlánasafn Íbúðalánasjóðs er líklega ofmetið um miklu hærri upphæðir en áætlun IFS greiningar og starfshóps stjórnvalda um stöðu og horfur sjóðsins gerði ráð fyrir.

Eignatjón Íbúðalánasjóðs gæti numið á bilinu 86-129 milljörðum króna, að því er fram kemur í greiningu sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Niðurstöður IFS og starfshópsins, sem voru birtar í lok síðasta árs, sögðu að útlánasafn sjóðsins væri ofmetið um 40 milljarða.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að reynist greining sérfræðinganna rétt, en hún hefur verið kynnt á fundum hjá fjölmörgum fjármálastofnunum á síðustu vikum, er ljóst að ríkissjóður þyrfti að leggja sjóðnum til meira en 100 milljarða á næstu árum til viðbótar við þá 13 milljarða sem stjórnvöld samþykktu að veita honum í árslok 2012. Ríkið þurfti ennfremur að leggja Íbúðalánasjóði til 33 milljarða á árinu 2011.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK