Spá óbreyttum stýrivöxtum

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem er 20. mars. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.

Meginforsenda spárinnar er að krónan hefur styrkst talsvert undanfarið og hagvöxtur undanfarið hefur verið öllu hægari en Seðlabankinn hafði reiknað með í sinni nýjustu spá. Verðbólguhorfur hafa því batnað nokkuð frá síðustu vaxtaákvörðun.

Á móti vegur að verðbólgan hefur aukist nokkuð frá síðustu vaxtaákvörðun og verður verðbólga væntanlega nokkuð yfir spá Seðlabankans fyrir fjórðunginn. Þá er verðbólguspá Seðlabankans nokkuð bjartsýn varðandi hversu hratt bankinn reiknar með hjöðnun verðbólgunnar á næstu mánuðum, segir í Morgunkorninu. Þar kemur ennfremur fram að reiknað sé með því að verðbólgan hjaðni, en hægar en Seðlabankinn spáir.

Gengi krónunnar hefur hækkað um 3,3% frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi 6. febrúar síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK