Væntir 75% niðurskrifta

mbl.is

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur væntingar um að hægt verði að ná fram 75% niðurskriftum á krónueignum erlendra kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna. Þetta kom fram í erindi hans á íslenska fjárstýringardeginum í HR sl. föstudag.

Már sagði að nauðasamningsleiðin yrði aðeins farin ef það næðist „pakkalausn“ um hvernig losa mætti um krónueignir kröfuhafa. Talaði seðlabankastjóri um „krónuhreinsun“ í því sambandi, auk þess sem hann benti á að „fullt af kröfuhöfum væri nákvæmlega sama“ um krónueignir gömlu bankanna – þær nema um 450 milljörðum króna – og þeir „vilji bara“ fá erlendu eignirnar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að Seðlabanki Íslands skikkaði Glitni í árslok 2012 til að skuldbreyta gjaldeyrislánum innlendra fyrirtækja í íslenskar krónur. Áætlaðar heimtur lánanna eru 21 milljarður. Sérfræðingar á markaði telja að með þessu ætti að draga úr þrýstingi á gengi krónunnar þar sem fyrirtækin, sem hafa tekjur í krónum, þurfi ekki lengur að sækja sér gjaldeyri á markaði til að standa undir erlendum skuldbindingum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK