Fjallið er kleift, en á brattann að sækja

Fjallið er kleift, þótt á brattann sé að sækja.
Fjallið er kleift, þótt á brattann sé að sækja. Rax / Ragnar Axelsson

Seðlabanki Íslands birti í gær sérrit um undirliggjandi erlenda stöðu þjóðarbúsins og greiðslujöfnuð. Þar kemur meðal annars fram að miðað við núverandi stöðu sé ekki afgangur af viðskiptajöfnuði til að standa undir afborgunum á erlendum lánum. Segir bankinn nauðsynlegt að semja við lánadrottna um lengingu lánanna til að komast hjá erfiðleikum.

Í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka segir að nauðsynlegt sé að semja um lengingu á Landsbankabréfinu svokallaða til að krónan veikist ekki óásættanlega mikið. Greiningin segir að slíkt myndi bæta aðstæður til að vinna að afnámi fjármagnshaftanna. „Þá er ekki ástæða til að vera alsvartsýnn á afnám hafta þrátt fyrir þá mynd sem dregin er upp í ritinu, en það er þó ljóst að afnám þeirra hlýtur að hanga saman við forsendur sem eru fjarri því að vera fastar í hendi. Fjallið er kleift, en það verður á brattann að sækja á komandi mánuðum,“ segir í greiningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK