Földu tap sem nam landsframleiðslu Íslands

Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt am Main.
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt am Main. AFP

Þýski stórbankinn Deutsche Bank faldi rúmlega 1500 milljarða tap sitt á árunum 2006 til 2009 til að komast hjá neyðaraðstoð frá stjórnvöldum. Þetta kemur fram í Financial Times, en þar er sagt að þýski seðlabankinn sé með rannsókn í gangi til að skoða ásakanirnar.

Deutsche bank hefur neitað ásökunum og að þær hefðu fyrst verið settar fram fyrir tveimur og hálfu ári. Þá hafi málið verið rannsakað án þess að neitt saknæmt hafi komið í ljós.

Þrír starfsmenn bankans tilkynntu eftirlitsstofnun um meint misferli, en þeir sögðu að miðlarar, með vitneskju yfirmanna, hafi reynt að fela tap á skuldabréfamarkaði meðan mestu hremmingarnar skuldakreppunnar gengu yfir. 

Meðal þeirra sem létu vita af athæfinu voru yfirmaður á verðbréfasviði og stjórnandi í áhættustýringu. 

Ef tapið hefði verið réttilega skráð hefði það verið metið á 4 milljarða Bandaríkjadollara í bókum bankans, en hefði jafnvel getað náð upp í 12 milljarða dala. Það jafngildir um 500 til 1500 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar má geta að landsframleiðsla Íslands er rúmlega 1700 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK